Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:15 Hlýnandi loft og sjór veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu. Vísbendingar eru um að aukin úrkoma í hlýnandi heimi gæti unnið upp á móti hluta hækkunar sjávarsborðs vegna bráðnunarinnar. Vísir/AFP Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48
Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00