Ég er oftast á undan afa Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2018 09:45 Jón við skrifborðið þar sem hann æfir sig í að lesa sem gengur líka svona ljómandi vel. Vísir/Eyþór Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“ Krakkar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“
Krakkar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira