Stelpurnar fá 100 þúsund krónur á stig eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2018 16:00 Glódís Perla Viggósdóttir og félagar fagna sigri á móti Færeyjum í október. Vísir/Eyþór Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu munu fá 300 þúsund krónur fyrir sigur í keppnisleikjum og 100 þúsund krónur fyrir jafntefli. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti á blaðamannafundi í dag, vegna komandi vináttuleiks við Noreg, að greiðslur til kvennaliðsins hefðu verið hækkaðar til móts við karlana. Hækkunin fyrir leikmenn kvennalandsliðsins væri umtalsverð og eru það orð að sönnu. Eftir breytinguna eru bónusgreiðslur til leikmanna karla- og kvennaliðsins þær sömu að sögn varaformanns KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis voru þær 300 þúsund fyrir sigur og 100 þúsund fyrir jafntefli hjá körlunum árið 2016 og ekki tekið breytingum síðan. Greiðslan nær til allra þeirra sem eru í leikmannahópnum, yfirleitt 23 leikmenn, í hverjum keppnisleik fyrir sig. Karlalandsliðið spilar á HM í Rússlandi í sumar.vísir/ernir Úr 85 þúsund á sigur í 300 þúsund á sigur Vísir fjallaði um bónusgreiðslur til kvennalandsliðsins í september 2016 eftir að liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fór í Hollandi síðastliðið sumar. Fyrirkomulagið hjá konunum hefur verið þannig að liðið í heild hefur skipt með sér greiðslu frá KSÍ þegar sigur vinnst eða liðið gerir jafntefli. Leikmenn skiptu greiðslunum jafnt á milli sín, sem urðu þá um 85 þúsund krónur á leikmann og um helmingi lægri upphæð fyrir jafntefli. Leikmenn karlalandsliðsins hafa fengið 100 þúsund krónur fyrir stigið í leikjum í undankeppninni, og því 300 þúsund krónur fyrir sigur. Rétt er að taka fram að dagpeningagreiðslur til leikmanna beggja liða hafa verið þær sömu um árabil. Um sögulega ákvörðun er að ræða en í takt við breytingar sem kallað hefur verið eftir og hafa verið til umræðu í nágrannalöndunum okkar. Norska knattspyrnusambandið jafnaði greiðslurnar til karla- og kvennaliðsins í október í fyrra. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, var fararstjóri íslenska landsliðshópsins á EM í Hollandi. Vísir/Vilhelm Ólíkt sömu að jafna greiðslur frá UEFA fyrir karla og konur Breytingin nær þó ekki til bónusgreiðslna í tengslum við árangur í lokakeppnum stórmóta. KSÍ fékk um 1,9 milljarða króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM 2016. Greiðslur frá UEFA vegna árangurs kvennaliðsins eru litlar sem engar. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, segir í samtali við Vísi að það hafi ríkt einhugur þá ákvörðun í stjórn KSÍ að jafna greiðslurnar með tilliti til þeirra peninga sem KSÍ hafi til umráða. Varðandi greiðslur frá FIFA og UEFA hafi sambandið ekki stjórn á þeim. Tekjur KSÍ hafa aukist undanfarin ár með góðum árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fyrrnefndur er 1,9 milljarður króna sem sambandið fékk vegna EM árangursins. Tæplega helmingurinn fór til leikmanna og þjálfara karlaliðsins, um 850 milljónir. Af upphæðinni fóru 376 milljónir króna, um 20%, til aðildarfélaga KSÍ. Af 1,9 milljarði króna var 1,1 milljarður fyrir árangur í undankeppni EM 2016. Til samanburðar fékk KSÍ 36 milljónir króna fyrir árangur kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu munu fá 300 þúsund krónur fyrir sigur í keppnisleikjum og 100 þúsund krónur fyrir jafntefli. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti á blaðamannafundi í dag, vegna komandi vináttuleiks við Noreg, að greiðslur til kvennaliðsins hefðu verið hækkaðar til móts við karlana. Hækkunin fyrir leikmenn kvennalandsliðsins væri umtalsverð og eru það orð að sönnu. Eftir breytinguna eru bónusgreiðslur til leikmanna karla- og kvennaliðsins þær sömu að sögn varaformanns KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis voru þær 300 þúsund fyrir sigur og 100 þúsund fyrir jafntefli hjá körlunum árið 2016 og ekki tekið breytingum síðan. Greiðslan nær til allra þeirra sem eru í leikmannahópnum, yfirleitt 23 leikmenn, í hverjum keppnisleik fyrir sig. Karlalandsliðið spilar á HM í Rússlandi í sumar.vísir/ernir Úr 85 þúsund á sigur í 300 þúsund á sigur Vísir fjallaði um bónusgreiðslur til kvennalandsliðsins í september 2016 eftir að liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fram fór í Hollandi síðastliðið sumar. Fyrirkomulagið hjá konunum hefur verið þannig að liðið í heild hefur skipt með sér greiðslu frá KSÍ þegar sigur vinnst eða liðið gerir jafntefli. Leikmenn skiptu greiðslunum jafnt á milli sín, sem urðu þá um 85 þúsund krónur á leikmann og um helmingi lægri upphæð fyrir jafntefli. Leikmenn karlalandsliðsins hafa fengið 100 þúsund krónur fyrir stigið í leikjum í undankeppninni, og því 300 þúsund krónur fyrir sigur. Rétt er að taka fram að dagpeningagreiðslur til leikmanna beggja liða hafa verið þær sömu um árabil. Um sögulega ákvörðun er að ræða en í takt við breytingar sem kallað hefur verið eftir og hafa verið til umræðu í nágrannalöndunum okkar. Norska knattspyrnusambandið jafnaði greiðslurnar til karla- og kvennaliðsins í október í fyrra. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, var fararstjóri íslenska landsliðshópsins á EM í Hollandi. Vísir/Vilhelm Ólíkt sömu að jafna greiðslur frá UEFA fyrir karla og konur Breytingin nær þó ekki til bónusgreiðslna í tengslum við árangur í lokakeppnum stórmóta. KSÍ fékk um 1,9 milljarða króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM 2016. Greiðslur frá UEFA vegna árangurs kvennaliðsins eru litlar sem engar. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, segir í samtali við Vísi að það hafi ríkt einhugur þá ákvörðun í stjórn KSÍ að jafna greiðslurnar með tilliti til þeirra peninga sem KSÍ hafi til umráða. Varðandi greiðslur frá FIFA og UEFA hafi sambandið ekki stjórn á þeim. Tekjur KSÍ hafa aukist undanfarin ár með góðum árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fyrrnefndur er 1,9 milljarður króna sem sambandið fékk vegna EM árangursins. Tæplega helmingurinn fór til leikmanna og þjálfara karlaliðsins, um 850 milljónir. Af upphæðinni fóru 376 milljónir króna, um 20%, til aðildarfélaga KSÍ. Af 1,9 milljarði króna var 1,1 milljarður fyrir árangur í undankeppni EM 2016. Til samanburðar fékk KSÍ 36 milljónir króna fyrir árangur kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45