Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 14:42 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna. Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00