Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gær hét Einar Þór Einarsson, fæddur árið 1980. Hann var búsettur á Akranesi, ókvæntur og barnlaus.
Slysið átti sér stað klukkan 09.35 í gær á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll en Einar var ökumaður fólksbílsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
