Er rauðvín raunverulega grennandi? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2018 09:30 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er rauðvín raunverulega grennandi? Svar: Sagan um að rauðvín sé grennandi blossar af og til upp á netmiðlum. Rökstuðningurinn er á þá leið að efnið resveratról sem finnst í rauðvíni breyti ljósri fitu (venjulegri fitu) í „ljósbrúna fitu“ sem brennir hitaeiningum. Sýnt hefur verið fram á að mýs sem innbyrða resveratról geta grennst. Ekki er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á mannfólkið því líkami okkar umbreytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur því ekki nýtt sér það nema í litlu magni. Það eru því takmarkaðar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Rétt er að resveratról finnst að einhverju leyti í rauðvíni en það síast að mestu leyti burt í framleiðsluferli vínsins. Ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af slíkum efnum en rauðvín. Fullyrðingin um að rauðvín gagnist til að grennast er því afar ósennileg. Þvert á móti getur rauðvín stuðlað að þyngdaraukningu vegna þess að allt áfengi er mjög hitaeiningaríkt og neysla þess eykur matarlyst. Ekki má heldur gleyma að allt áfengi eykur hættu á krabbameini í níu líffærum, þar á meðal í brjóstum, eggjastokkum, ristli, hálsi, vélinda og maga.Niðurstaða: Það er ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif og hollara er að fá pólýfenól efni með neyslu ávaxta og berja. Heilsa Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning
Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er rauðvín raunverulega grennandi? Svar: Sagan um að rauðvín sé grennandi blossar af og til upp á netmiðlum. Rökstuðningurinn er á þá leið að efnið resveratról sem finnst í rauðvíni breyti ljósri fitu (venjulegri fitu) í „ljósbrúna fitu“ sem brennir hitaeiningum. Sýnt hefur verið fram á að mýs sem innbyrða resveratról geta grennst. Ekki er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á mannfólkið því líkami okkar umbreytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur því ekki nýtt sér það nema í litlu magni. Það eru því takmarkaðar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Rétt er að resveratról finnst að einhverju leyti í rauðvíni en það síast að mestu leyti burt í framleiðsluferli vínsins. Ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af slíkum efnum en rauðvín. Fullyrðingin um að rauðvín gagnist til að grennast er því afar ósennileg. Þvert á móti getur rauðvín stuðlað að þyngdaraukningu vegna þess að allt áfengi er mjög hitaeiningaríkt og neysla þess eykur matarlyst. Ekki má heldur gleyma að allt áfengi eykur hættu á krabbameini í níu líffærum, þar á meðal í brjóstum, eggjastokkum, ristli, hálsi, vélinda og maga.Niðurstaða: Það er ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif og hollara er að fá pólýfenól efni með neyslu ávaxta og berja.
Heilsa Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning