Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 08:00 Sauðfjárframleiðendur keppa að því að gera framleiðslu sína eins vistvæna og mögulegt er. Bann við erfðabreyttu fóðri er liður í þeirri vegferð. Magnús Karl segir sauðfjárbændur gera góð vísindi tortryggileg. vísir/pjetur Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira