Renna hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 13:59 Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands og Boris Johnson, utanríkisráðherra. vísir/getty Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum. Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum.
Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27