Norður-Kórea tekur aftur upp tólið Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2018 06:32 Hermaður Suður-Kóreu sést hér ræða við kollega sinn handan landamæranna árið 2005. Vísir/afp Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38