Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2018 20:30 Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira