Goretzka mun spila áfram með Schalke út tímabilið, en hann hefur nú þegar gengist undir læknisskoðun og skrifað undir samning hjá Þýskalandsmeisturunum. Christian Heidel, knattspyrnustjóri Schalke, greindi frá þessu á blaðamannafundi sínum í morgun.
#Heidel: He has signed a contract with @FCBayernEN from the 1st July 2018. We did everything we could to try and keep him. In summer he and his agent reached an agreement, but he wanted time to develop. #s04
— FC Schalke 04 (@s04_en) January 19, 2018
Goretzka hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United að undanförnu en hefur ákveðið að ganga til liðs við Bayern.
Þessi 22. ára miðjumaður hefur verið hjá Schalke síðan 2013 og á að baki 130 leiki og 19 mörk fyrir félagið. Hann hefur verið viðriðinn þýska landslðið síðan 2014 og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í Álfukeppninni síðasta sumar.
#Heidel: We won't be bringing in a replacement for Leon in this window - he wouldn't still be here otherwise. We have time between now and the summer to consider our options going forward. #s04pic.twitter.com/8uHPGoRGyX
— FC Schalke 04 (@s04_en) January 19, 2018