Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Atli Ísleifsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 19. janúar 2018 09:30 Gestir íslensku veislunnar skemmtu sér konunglega Vísir/Atli Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala. Forseti Íslands Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala.
Forseti Íslands Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira