Rusl úr flugeldi dró Lukku nærri til dauða Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2018 08:00 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira