Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 08:56 Skuggi lokunar alríkisstofnana vofir yfir Bandaríkjaþingi. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu.
Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29