Líkti Trump við Stalín Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:52 Donald Trump og Jeff Flake. Vísir/AFP Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira