Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2018 08:56 Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun