Kári: Við förum áfram með tvö stig og allir góðir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2018 19:25 Kári skoraði fjögur mörk af línunni í kvöld vísir/epa „Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. EM 2018 í handbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira