„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 20:00 Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán. Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán.
Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00