Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Þórólfur Guðnason sýndi myndatökumanni Stöðvar 2 fram á að drykkjarvatn á höfuðborgarsvæðinu væri öruggt með því að fá sér vænan sopa af vatnsglasi í dag. Vísir/Sigurjón Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra. Umhverfismál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra.
Umhverfismál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira