„Til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 19:30 Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún. MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún.
MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34
Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23