„Versti dagur ársins“ er í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 10:21 Mörgum þykir janúar óþarflega langur mánuður,. Í ár eru alls fimm mánudagar í janúar. Vísir/Getty Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins. Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins.
Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira