Alls hefur 51 maður látið lífið vegna fellibylsins Övu sem gekk yfir Madagaskar fyrr í mánuðinum. 22 er enn saknað.Frá þessu greinir talsmaður heilbrigðisyfirvalda í landinu.
Um 54 þúsund manns á eyjunni hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða, úrhellis og mikilla vinda á síðustu vikum.
Madagaskar er eitt af fátækustu ríkjum heims og fellibyljir herja reglulega á eyjuna. Í mars á síðasta ári fórust 78 manns hið minnsta vegna fellibylsins Enawo.
