Í svartnætti fátæktarinnar Ellert B. Schram skrifar 15. janúar 2018 07:00 Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar