Bílasýning aðeins fyrir konur í Sádí Arabíu Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 14:59 Konur hafa endurheimt leyfi til að aka bílum í Sádí Arabíu. Aðeins sex mánuðum eftir að kvenfólki var aftur leyft að aka bílum í Sádí Arabíu var efnt til fyrstu bílasýningarinnar eingöngu ætlaða fyrir konur. Var sýningin haldin í Le Mall í Jeddah í þessari viku og var mjög vel sótt. Sádí Arabía var eina landið sem bannaði konum að aka bílum og var þetta bann lýsandi fyrir afar afturhaldssama stjórn landsins. Það var prinsinn Mohammed bin Salman, sem er aðeins 32 ára, sem ákvað að aflétta banninu og er það talið marka stefnu til meira frjálsræðis og jafnræðis meðal kynjanna í Sádí Arabíu. Framfærslukostnaður hefur hækkað umtalsvert með tilkomu virðisaukaskatts sem ekki var við lýði áður og hærra eldsneytisverðs í Sádí Arabíu. Þessar breytingar hafa líklega haft áhrif á hvaða bílar völdust á þessa fyrstu bílasýningu fyrir kvenfólk, en þar voru helst kynntir sparneytnir bílar og var staðsetningin afar kvenvæn, en hún var haldin í stóru molli. Það merkilegasta við þetta moll er þó það að því er nær eingöngu stjórnað af kvenfólki og þar vinnur nær eingöngu kvenfólk. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent
Aðeins sex mánuðum eftir að kvenfólki var aftur leyft að aka bílum í Sádí Arabíu var efnt til fyrstu bílasýningarinnar eingöngu ætlaða fyrir konur. Var sýningin haldin í Le Mall í Jeddah í þessari viku og var mjög vel sótt. Sádí Arabía var eina landið sem bannaði konum að aka bílum og var þetta bann lýsandi fyrir afar afturhaldssama stjórn landsins. Það var prinsinn Mohammed bin Salman, sem er aðeins 32 ára, sem ákvað að aflétta banninu og er það talið marka stefnu til meira frjálsræðis og jafnræðis meðal kynjanna í Sádí Arabíu. Framfærslukostnaður hefur hækkað umtalsvert með tilkomu virðisaukaskatts sem ekki var við lýði áður og hærra eldsneytisverðs í Sádí Arabíu. Þessar breytingar hafa líklega haft áhrif á hvaða bílar völdust á þessa fyrstu bílasýningu fyrir kvenfólk, en þar voru helst kynntir sparneytnir bílar og var staðsetningin afar kvenvæn, en hún var haldin í stóru molli. Það merkilegasta við þetta moll er þó það að því er nær eingöngu stjórnað af kvenfólki og þar vinnur nær eingöngu kvenfólk.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent