Mercedes-Benz frumsýnir X-Class Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2018 09:35 Mercedes Benz X-Class er fyrsti pallbíll heims í lúxusflokki. Nýr pallbíll Mercedes-Benz X-Class verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag klukkan 12-16. Bíllinn verður frumsýndur bæði hjá Mercedes-Benz fólksbílum að Krókhálsi 11 og einnig í húsnæði atvinnubíla að Fosshálsi 1. Á Fosshálsi býðst atvinnumönnum að skoða vinnuþjarkinn X-Class og fá kynningu frá sérfræðingum Arctic Trucks á breyttum útgáfum af bílnum. Á Krókhálsi verður X-Class ásamt öllum fólksbílaflota Mercedes-Benz. X-Class hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda spennandi pallbíll og sá fyrsti þeirrar gerðar frá Mercedes-Benz. X-Class markar raunar tímamót því hér er kominn fyrsti lúxusbíllinn í pallbílaflokki. Bíllinn er búinn miklum lúxus í innanrýminu og mun meira en venja er í þessum flokki bíla. Mercedes-Benz hefur lagt sig fram við að gera bílinn sérlega góðan hvað varðar aksturseiginleika og þægindi eins og einkennir bíla frá lúxusbílaframleiðandanum. Hönnun pallbílsins þykir hafa tekist vel, hann er kraftalegur en um leið með fallegar línur. X-Class hefur burðargetu upp á rúmlega 1 tonn og dráttargetu upp á 3,5 tonn. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með hátt og lágt drif sem nýtist sérlega vel fyrir erfiðar akstursaðstæður. X-Class kemur á 30 tommu dekkjum en Arctic Trucks mun í samstarfi við Öskju framkvæma 33 og 35 tommu breytingar á X-Class ef þess er óskað og mun fyrirtækið annast alla þjónustu fyrir þá kaupendur sem vilja slíkar breytingar. X-Class er fáanlegur í þremur útgáfum og eru í boði með aflmiklum 2,3 lítra dísilvélum. Sú stærri skilar 190 hestöflum og togar 450 Nm en sú minni skilar 163 hestöflum og með henni er bíllinn 10,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Fljótlega verður hægt að panta X-Class með stærri V6 dísilvél sem skilar allt að 255 hestöflum og togar 550 Nm. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent
Nýr pallbíll Mercedes-Benz X-Class verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag klukkan 12-16. Bíllinn verður frumsýndur bæði hjá Mercedes-Benz fólksbílum að Krókhálsi 11 og einnig í húsnæði atvinnubíla að Fosshálsi 1. Á Fosshálsi býðst atvinnumönnum að skoða vinnuþjarkinn X-Class og fá kynningu frá sérfræðingum Arctic Trucks á breyttum útgáfum af bílnum. Á Krókhálsi verður X-Class ásamt öllum fólksbílaflota Mercedes-Benz. X-Class hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda spennandi pallbíll og sá fyrsti þeirrar gerðar frá Mercedes-Benz. X-Class markar raunar tímamót því hér er kominn fyrsti lúxusbíllinn í pallbílaflokki. Bíllinn er búinn miklum lúxus í innanrýminu og mun meira en venja er í þessum flokki bíla. Mercedes-Benz hefur lagt sig fram við að gera bílinn sérlega góðan hvað varðar aksturseiginleika og þægindi eins og einkennir bíla frá lúxusbílaframleiðandanum. Hönnun pallbílsins þykir hafa tekist vel, hann er kraftalegur en um leið með fallegar línur. X-Class hefur burðargetu upp á rúmlega 1 tonn og dráttargetu upp á 3,5 tonn. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með hátt og lágt drif sem nýtist sérlega vel fyrir erfiðar akstursaðstæður. X-Class kemur á 30 tommu dekkjum en Arctic Trucks mun í samstarfi við Öskju framkvæma 33 og 35 tommu breytingar á X-Class ef þess er óskað og mun fyrirtækið annast alla þjónustu fyrir þá kaupendur sem vilja slíkar breytingar. X-Class er fáanlegur í þremur útgáfum og eru í boði með aflmiklum 2,3 lítra dísilvélum. Sú stærri skilar 190 hestöflum og togar 450 Nm en sú minni skilar 163 hestöflum og með henni er bíllinn 10,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Fljótlega verður hægt að panta X-Class með stærri V6 dísilvél sem skilar allt að 255 hestöflum og togar 550 Nm.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent