Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:23 Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54