Sveinn H. Guðmarsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var á umsækjendur í dag. Alls sóttu 75 manns um starfið.
Sveinn hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar síðan í desember 2016. Þar áður starfaði hann lengi hjá fréttastofu RÚV, auk þess sem hann sinnti þar öðrum verkefnum.
Urður Gunnarsdóttir hefur gegnt stöðunni frá ársbyrjun 2008 en hún mun taka við nýrri stöðu innan ráðuneytisins. Mun hún sinna verkefnum tengdum upplýsingum og greiningu á utanríkismálum.
Fjölmiðlafulltrúi ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum, samfélagsmiðlum og ritstýrir vef ráðuneytisins. Umsóknarfrestur var til 13. nóvember.
Sveinn nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

