Brynjar Þór: Ætlum að sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 13:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. Mynd/S2Sport KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira