N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sendinefnd N-Kóreu heldur hér til fundar við S-Kóreumenn í gær í landamærabænum Panmun. vísir/epa Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira