Betur heima setið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2018 07:00 Nemendur í skólum sem innleitt hafa lestraraðferðina Byrjendalæsi taka ekki meiri framförum í íslensku en jafnaldrar þeirra, ef marka má niðurstöður úr samræmdum íslenskuprófum fjórða bekkjar. Á þriggja ára tímabili fá börn í fjórða bekk í þeim skólum að jafnaði lakari einkunn á samræmdum íslenskuprófum en börn í sömu skólum gerðu áður. Sveitarfélögin vörðu 105 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2005 til 2016. Gera má ráð fyrir að sú tala hafi hækkað enn frekar. Þetta kom fram í Fréttablaðinu um helgina. Byrjendalæsi er íslensk kennsluaðferð fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk, þróuð við Háskólann á Akureyri. Næstum helmingur 170 grunnskóla landsins nota aðferðina. Áhersla er lögð á að unnið sé jafnt með tal, hlustun, lestur og ritun. Hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði er hluti af náminu. Margir hafa gagnrýnt kerfið og spurt hvers vegna það hafi verið innleitt þrátt fyrir að ótal rannsóknir sýni að hljóðaðferðin, sem áður var notuð, komi best út við upphaf lestrarkennslu. Varhugavert sé að nota heilar kynslóðir skólabarna í tilraunastarfsemi, einkum og sérílagi í lestri og stærðfræði, sem sé undirstaða flestra námsgreina. Vanda þurfi til verka frá upphafi. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, gagnrýndi Byrjendalæsi harðlega 2015. Hann sagði að aðferðin byggðist á veikum grunni. „Menn eiga að geta spurt sig, þegar nýjar aðferðir eru innleiddar í íslenskt menntakerfi, hvaða lágmarkskröfur eru gerðar um rannsóknir er varða ágæti þeirra – hvort rétt sé að innleiða þær eða ekki. Ég tala nú ekki um þegar um lestur og stærðfræði er að ræða.“ Menntamálastofnun gagnrýndi Háskólann á Akureyri harðlega og vakti athygli á því, að flestar fræðigreinar sem háskólinn vitnaði til væru gamlar, sú nýjasta frá 2003. Að auki var gerð sú sjálfsagða athugasemd, að æskilegt væri að Háskólinn á Akureyri kynnti niðurstöður rannsókna sinna fræðimanna um árangur af Byrjendalæsi. Háskólinn á Akureyri svaraði því til að aðferðin byggðist á viðurkenndum aðferðum, sem hefðu verið nógsamlega rannsakaðar. Fylgjendur aðferðarinnar virðast hafa látið alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og haldið sínu striki í samstarfi við sveitarfélögin. Í svari Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, kom fram hér í blaðinu, að munurinn á niðurstöðum fyrir og eftir innleiðingu Byrjendalæsis, þegar reykvísku skólarnir eigi í hlut, sé ekki marktækur. Í sjö skólum hafi orðið framfarir en í 13 hafi meðaleinkunn lækkað. Varast beri að lesa of mikið í það. Einhvern veginn hljómar þessi málflutningur kunnuglega. Halda skal áfram hvað sem tautar og raular. Ekki skal tekið mark á niðurstöðum raunverulegra kannana, ef það hentar ekki. Byrjendalæsi hefur þegar verið innleitt í annan hvern grunnskóla og allt bendir til að fleiri skólar taki upp þessa aðferð við lestrarnám ungra barna, sem eru að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni. Allar breytingar hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar hljóta að eiga að skila betri árangri en kerfið sem fyrir er. Börnin okkar eiga skilið það besta. Oft er betur heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Nemendur í skólum sem innleitt hafa lestraraðferðina Byrjendalæsi taka ekki meiri framförum í íslensku en jafnaldrar þeirra, ef marka má niðurstöður úr samræmdum íslenskuprófum fjórða bekkjar. Á þriggja ára tímabili fá börn í fjórða bekk í þeim skólum að jafnaði lakari einkunn á samræmdum íslenskuprófum en börn í sömu skólum gerðu áður. Sveitarfélögin vörðu 105 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2005 til 2016. Gera má ráð fyrir að sú tala hafi hækkað enn frekar. Þetta kom fram í Fréttablaðinu um helgina. Byrjendalæsi er íslensk kennsluaðferð fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk, þróuð við Háskólann á Akureyri. Næstum helmingur 170 grunnskóla landsins nota aðferðina. Áhersla er lögð á að unnið sé jafnt með tal, hlustun, lestur og ritun. Hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði er hluti af náminu. Margir hafa gagnrýnt kerfið og spurt hvers vegna það hafi verið innleitt þrátt fyrir að ótal rannsóknir sýni að hljóðaðferðin, sem áður var notuð, komi best út við upphaf lestrarkennslu. Varhugavert sé að nota heilar kynslóðir skólabarna í tilraunastarfsemi, einkum og sérílagi í lestri og stærðfræði, sem sé undirstaða flestra námsgreina. Vanda þurfi til verka frá upphafi. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, gagnrýndi Byrjendalæsi harðlega 2015. Hann sagði að aðferðin byggðist á veikum grunni. „Menn eiga að geta spurt sig, þegar nýjar aðferðir eru innleiddar í íslenskt menntakerfi, hvaða lágmarkskröfur eru gerðar um rannsóknir er varða ágæti þeirra – hvort rétt sé að innleiða þær eða ekki. Ég tala nú ekki um þegar um lestur og stærðfræði er að ræða.“ Menntamálastofnun gagnrýndi Háskólann á Akureyri harðlega og vakti athygli á því, að flestar fræðigreinar sem háskólinn vitnaði til væru gamlar, sú nýjasta frá 2003. Að auki var gerð sú sjálfsagða athugasemd, að æskilegt væri að Háskólinn á Akureyri kynnti niðurstöður rannsókna sinna fræðimanna um árangur af Byrjendalæsi. Háskólinn á Akureyri svaraði því til að aðferðin byggðist á viðurkenndum aðferðum, sem hefðu verið nógsamlega rannsakaðar. Fylgjendur aðferðarinnar virðast hafa látið alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og haldið sínu striki í samstarfi við sveitarfélögin. Í svari Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, kom fram hér í blaðinu, að munurinn á niðurstöðum fyrir og eftir innleiðingu Byrjendalæsis, þegar reykvísku skólarnir eigi í hlut, sé ekki marktækur. Í sjö skólum hafi orðið framfarir en í 13 hafi meðaleinkunn lækkað. Varast beri að lesa of mikið í það. Einhvern veginn hljómar þessi málflutningur kunnuglega. Halda skal áfram hvað sem tautar og raular. Ekki skal tekið mark á niðurstöðum raunverulegra kannana, ef það hentar ekki. Byrjendalæsi hefur þegar verið innleitt í annan hvern grunnskóla og allt bendir til að fleiri skólar taki upp þessa aðferð við lestrarnám ungra barna, sem eru að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni. Allar breytingar hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar hljóta að eiga að skila betri árangri en kerfið sem fyrir er. Börnin okkar eiga skilið það besta. Oft er betur heima setið en af stað farið.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun