Rannsókn á stunguárás á Austurvelli að ljúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 13:51 Frá minningarathöfninni um Klevis sem haldin var við Reykjavíkurtjörn. vísir/eyþór Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn var fyrr í mánuðinum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Margeir segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum. Maðurinn sem er í haldi er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Aðspurður segir Margeir ekki tímabært að greina frá dánarorsök. Þá vill hann hvorki fara út í það hvað kom út úr eiturefnarannsókn á hinum grunaða né hvort það liggi fyrir játning í málinu en áður en málið verður sent til héraðssaksóknara verður maðurinn yfirheyrður á ný. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í í desember. Hann var fæddur þann 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn var fyrr í mánuðinum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Margeir segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum. Maðurinn sem er í haldi er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Aðspurður segir Margeir ekki tímabært að greina frá dánarorsök. Þá vill hann hvorki fara út í það hvað kom út úr eiturefnarannsókn á hinum grunaða né hvort það liggi fyrir játning í málinu en áður en málið verður sent til héraðssaksóknara verður maðurinn yfirheyrður á ný. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í í desember. Hann var fæddur þann 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44