Ríkharður Daðason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, er einn þeirra tíu sem hafa boðið sig fram í stjórn Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður um fjögur sæti á 72. ársþingi sambandsins annan laugardag á Hilton Hótel Nordica.
Kjörtímabili Gísla Gíslasonar, Jóhannesar Ólafssonar, Ragnhildar Skúladóttur og Rúnars Vífils Arnarson er að ljúka en Eyjamaðurinn Jóhannes er sá eini sem sækist ekki eftir endurkjöri.
Það má reikna með harðri baráttu um þetta lausa sæti og mögulega fá hin þrjú einnig mikla samkeppni en þekkt nöfn eru á meðal þeirra sjö sem bjóða sig fram ásamt þremenningunum.
Helst ber þar að nefna Ríkharð Daðason sem hefur verið í landsliðsnefnd undanfarin misseri. Þá býður Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson, fyrrverandi Íslandsmeistari með ÍBV, sig fram.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir frá Akranesi er eina konan fyrir utan Ragnhildi sem býður sig fram en þá sækist einnig Sigmar Ingi Sigurðarson, fyrrverandi markvörður Breiðabliks, eftir sæti í stjórn KSÍ.
Meira má lesa um þetta á vef KSÍ en þar má líka sjá ferilskrár allra umsækjenda nema hjá Ríkharði og Rúnari.
Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.:
Gísli Gíslason, gjaldkeri Akranesi
Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík
Rúnar V. Arnarson Reykjanesbæ
Í framboði eru:
Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík
Gísli Gíslason Akranesi
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Akranesi
Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík
Ríkharður Daðason Reykjavík
Rúnar V. Arnarson Reykjanesbæ
Sigmar Ingi Sigurðarson Kópavogi
Valdimar Leó Friðriksson Mosfellsbæ
Valgeir Sigurðsson Garðabær
Ríkharður Daðason býður sig fram til stjórnar KSÍ
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“
Íslenski boltinn


Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af
Körfubolti


Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu
Enski boltinn

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Íslenski boltinn


