Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 18:51 Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður. Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður.
Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira