Konur taka yfir lista- og menningarlífið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Kristín vil stefnumótun um valdeflingu kvenna í listum. vísir/stefán „Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira