Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:00 Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur. Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur.
Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00