Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. janúar 2018 18:45 Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen. Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen.
Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00