Vilji til lausna í leikskólamálum Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:12 Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun