Ólafía Þórunn með sex skolla á fyrsta hring ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira