Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. janúar 2018 08:08 67-69 ára eru eldri borgarar alls staðar nema í strætó Vísir/anton Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira