Stolt af árangri síðustu átta ára og gefur áfram kost á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 11:22 Kristín Soffía gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni. vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.” Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.”
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira