Móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi fordæmir sjálfsvígssíður Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:15 Connel Arthur og móðir hans, Nathalie Arthur. Go Fund me Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record. Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record.
Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira