Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. janúar 2018 05:30 Mathöllin hefur gert lukku á Hlemmi þar sem fjölbreytt úrval veitinga stendur fólki til boða í ódýru leiguhúsnæði. vísir/eyþór Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira