Öxnadalsheiði var lokað fyrir allri umferð nú síðdegis vegna veðurs auk þess sem vegurinn um Víkurskarð er einnig lokaður. Mývatns-og Möðrudalsöræfum verður síðan lokað klukkan 18. Þá kemur fram í ábendingu veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar að spáin að veðurspáin fyrir Austfirði hafi nú versnað.
„Þar er nú reiknað með umtalsverðri snjókomu og miklu hríðarveðri, einkum á fjallvegunum. Vakin er athygli á snjóflóðahættu til fjalla á Austfjörðum. Einnig snjóar samfara allhvössum vindi norðaustanlands allt vestur í Eyjafjörð og á Öxnadalsheiði,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:
Vetrarfærð er á vegum á Suðurlandi, hálkublettir, hálka, snjóþekja eða krapi.
Hálka eða snjóþekja er víða á Vesturlandi. Þungfært er á Fellsströnd og á Skarðsströnd. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og éljagangur. Þungfært á Hálfdán og Mikladal. Flughálka er í Gufudalssveit og mikið hvassviðri er á Klettsháls.
Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi, snjókoma eða él og skafrenningur og versnandi veður. Búið er að loka Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal.
Mývatns- og Möðrudalsöræfi loka kl. 18:00
Hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur er á Austurlandi og versnandi veður. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði og á Fagradal. Fjarðarheiði er ófær og þar er blindbylur. Ófært er einnig á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hálka eða hálkublettir er á Suðausturlandi.
Innlent
Öxnadalsheiði lokað og hríðarveður á Austfjörðum
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir
×