Grunaður um áralöng brot gegn pilti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Karlmaður var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, grunaður um kynferðisbrot gegn pilti. vísir/gva Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira