Lagt til að lengja kjörtímabil formanns KSÍ en takmarka valdatímann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 14:45 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og verður það næsta árið að minnsta kosti. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar. Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV Sjá meira