Ronaldo skoraði langþráð mörk í leiknum eða sín fyrstu deildarmörk síðan í byrjun desember. Það voru þó ekki mörkin hans sem stálu fyrirsögnunum eftir leikinn.
Cristiano Ronaldo gekk blóðugur af velli eftir að hafa fengið högg í leiknum. Um leið og hann kom á vellinum fékk hann símann lánaðan hjá sjúkraþjálfara Real Madrid liðsins og fór að skoða sjálfan sig í símanum. Það vantaði bara að lesa undir: „Spegill, spegill ...“
Það var líka augljóst á svipnum hans að hann var ekki ánægður með það sem hann sá enda alblóðugur.
Það var einnig greinilegt að þarna fór ekki maður sem var nýbúinn að skora tvö mörk og vinna 7-1 sigur með félögum sínum heldur maður sem var algjörlega upptekinn af ímynd sinni og útlitinu.
Sjónvarpslýsendurnir áttu líka margir engin orð. „Nú hef ég séð allt“ kom upp úr einhverjum þeirra.
I’ve seen it all now #Ronaldopic.twitter.com/fuBmTnBUUz
— David Allan (@DavidA66) January 21, 2018
“Siri” ...”tell me I’m still the best looking footballer in the land” #Ronaldopic.twitter.com/knToRSpV1a
— Lee Newman (@Leenewman1977) January 21, 2018