Carlos Sainz vann Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 12:37 Carlos Sainz í Peugeot bíl sínum. Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent
Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent