PSA aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:46 Hin þrjú bílamerki PSA Peugeot Citroën bílasamstæðunnar. PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent