Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. janúar 2018 05:00 Frá mótmælum Hugaraflsfólks við niðurskurði í fyrra. Vísir/Anton Brink „Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira