Merkilegt samfélag samsyndara í sundlaugum landsins Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Sundlaugamenning Íslendinga er merkilegt fyrirbæri hér gegna laugarnar sambærilegu hlutverki og pöbbarnir í Bretlandi í senn samkomustaður og fréttaveita. vísir/stefán Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins. Sundlaugar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins.
Sundlaugar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira